
Innsetning
Leiðbeiningar fyrir uppsetningarmann
Mikilvægt!
Uppsetning og tengingar skal
framkvæma í samræmi við gildandi
reglur. Öll inngrip skal framkvæma
þegar ofninn hefur verið tekinn úr
sambandi. Aðeins sérþjálfaðir
tæknimenn skulu framkvæma viðgerðir
á ofninum
Framleiðandinn firrir sig hvers konar
ábyrgð ef ekki er farið eftir öryggisregl-
um.
Tenging við rafmagn
Áður en tenging við rafmagn fer fram þá
gangið úr skugga um eftirfarandi:
– Öryggið og rafleiðslur íbúðarinnar verða að
vera hannaðar fyrir hámarsálag ofnsins (sjá
merkiplötu með markgildum).
– Raftækið skal vera tryggilega jarðgeng í
samræmi við gildandi reglur.
– Innstungan eða fjöltengi með slökkvara
þarf að vera á aðgengilegum stað eftir að
ofninn hefur verið settur á sinn stað.
Ofninn er afhentur án rafmagnskapals vegna
þess að það fer eftir því hvers konar rafteng-
ing er til staðar hvaða staðlaðan rafmagns-
kapal og kló skal nota, sem er hönnuð fyrir
uppgefið álag á merkiplötunni. Tengið klóna
í innstungu sem uppfyllir gildandi reglur.
Eftirfarandi gerðir af rafmagnskapli henta, ef
tekið er tillit til uppgefins þverskurðarmáls:
H07RN-F, H05RN-F, H05RR-F, H05VVF,
H05V2V2-F (T90), H05BB-F.
Ef ofninn er tengdur án klóar eða ef ekki er
hægt að komast að klónni þá þarf að setja
fjölpóla straumrofa (t.d. öryggi og slökkvara)
með minnst 3 mm bil milli snerta milli ofnsins
og rafmagnskapalsins. Slökkvarinn skal ekki
rjúfa jarðtenginguna á neinum stað. Guli og
græni vírinn skal vera 2-3 cm lengri en allir
hinir vírarnir.
Tengikapalinn skal alltaf leggja þar sem hann
komi hvergi í snertingu við meiri hita en 50°C
(umfram stofuhita).
Eftir að tengingum er lokið þá þarf að prófa
hitaelementin með því að kveikja á þeim í um
það bil 3 mínútur.
Raðklemma
Ofninn er útbúin með 6 tengja raðklemmu
með tengingarnar forstilltar fyrir 400V spennu
með núlltengingu (sjá mynd).
Ef önnur spenna er til staðar þarf að snúa
tengingum klemmunnar í samræmi við kerfið
sem sýnt er á myndinni.
Vartengingin er tengd við
snertuna.
Eftir að tengingum er lokið þá tryggið kapal-
inn við klemmuna með kapalfestingum.
Raftengingar við helluborð
Mikilvægt! Farið eftir leiðbeiningum um
uppsetningu helluborðsins, innbyggðrar
eldavélar eða stjórntöflu!
Hægt er að tengja þessa vél við þær gerðir
helluborða sem tilgreindar eru í kaflanum
"Tæknilegar upplýsingar".
Tengið fyrir helluborðið er staðsett á grind
eldavélarinnar.
progress 25
Komentarze do niniejszej Instrukcji